Þorgautsstaðir II í Hvítársíðu

Á Þorgautsstöðum II í Hvítársíðu reka hjónin Árni B. Bragason og Þuríður Ketilsdóttir litla garðplöntustöð. Bæði eru þau með garðyrkju- og búfræðimenntun. Ræktun hófst vorið 1989.Þrátt fyrir að kaldur norðan næðingur úr Hrútafirðinum sé algengasta vindáttin í Hvítárssíðu hefur ræktun á margs konar trjám og runnum gengið vel. Í gegnum árin hefur verið boðið til sölu fjölbreytt úrval af trjám, runnum, harðgerðum rósum, sumarblómum og forræktuðum matjurta- og kryddplöntum. Á Þorgautsstöðum II er jafnframt rekið sauðfjárbú með um 200 fjár. Þau hjónin vinna drjúgan hluta ársins utan heimilis, Árni er ráðunautur í sauðfjárrækt hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Þuríður skólaliði í Grunnskóla Borgarfjarðar (Kleppjárnsreykjadeild).

Hér er hlekkur  á upplýsingar um gróðrastöð þeirra: http://www.gardplontur.is/gardplontuframleidendur/vesturland/

Hér er grein eftir Árna um góðar trjátegundir til ræktunar í vindasömu umhverfi og góð ráð til að koma upp skjóli: http://saga.bondi.is/wpp/almhand.nsf/id/4491C307BA735B4D002565830039BF66