
Betu- og gulrótasalat
Ég hef átt í stökustu vandræðum með hvað skuli kalla „rauðrófur“ sem ekki eru rauðar en til eru meðal annars gul, hvít, fjólublá og röndótt afbrigði. Á latínu kallast rauðrófa Beta vulgaris og var stungið upp á því við mig að kalla þær betur, sem mér finnst mjög fallegt. Þá myndu þær nefnast rauðbetur, gullinbetur (e. golden beets) og randabetur (e. chioggia eða candy cane beets).