Brekkukot

Ólöf Guðmundsdóttir (Lóa) og Þorvaldur Jónsson (Valdi) tóku við búi í Brekkukoti af föður Lóu árið 1990 en hann var þá nýlega ekkjumaður. Áður höfðu þau búið ásamt foreldrum Þorvaldar í Reykholti með sauðfjárbú. Samhliða því sinnti Þorvaldur smíðum og kennslu við Héraðskólann í Reykholti en Ólöf starfaði sem talsímavörður og póstafgreiðslukona í Reykholti.

Í Brekkukoti hafa þau hjón alla tíð verið með blandað bú en fækkuðu sauðfé verulega um árið 2000. Þá seldu þau sauðfjárkvótann en juku þess í stað við mjólkurkvótann. Nú eru eingöngu um 60 ær en 30 mjólkandi kýr á bænum. Auk þess eru um 15 hestar. Ólöf og Þorvaldur leggja aðaláhreslu á að framleiða gæðamjólk sem kölluð er á fagmáli úrvalsmjólk. Til að falla í þann flokk þarf að uppfylla ákveðna staðla. Auk þess hafa þau hjón, ásamt föður og móður Ólafar lagt áherslu á landgræðslustörf, en á jörðinni eru miklir melar sem henta vel til landgræðslustarfa.