Eyjólfur Kristinn Örnólfsson

Eyjólfur Kristinn Örnólfsson er fæddur og uppalinn á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð. Hann fékk fljótt áhuga á sauðfé og nýtti frítíma sinn í að hjálpa til á heimabúi á yngri árum. Eyjólfur Kristinn (eða Eyfi Kiddi eins og flestir kalla hann) vann hjá skógrækt ríkisins, tilraunabúinu á Hesti og náttúrurannskóknarstöðinni við Mývatn sem sumarstarfsmaður á námsárum sínum í líffræði við Háskóla Íslands. Haustið 1998 hóf hann störf hjá Rannsóknastofnun Landbúnaðarins, sem síðar varð Landbúnaðarháskóli Íslands, þar sem hann starfar enn. Árið 2001 flutti hann að Hvanneyri og þar sinnir Eyfi Kiddi kennslu í sauðfjárrækt og sér um kynbótastarfið og gagnasöfnun tilrauna á kennslu- og tilraunabúi LbhÍ á Hesti.