Takk fyrir áhorfið!

Með góðfúsu leyfi Stöðvar 2 birtum við hér fjórða þáttinn í fullri lengd. Við þökkum frábærar undirtektir og viðbrögð við þriðju þáttaröðinni, hvort tveggja gleður okkur mjög og hvetur! Nú eru fjórir þættir eftir og verða þeir sýndir á Stöð 2 næstu sunnudagskvöld.… Nánar

Vetrarþáttaröðin – Hátíð í bæ, 1. þáttur

Hið blómlega bú hlaut í dag tilnefningu til Edduverðlaunana 2015! Við erum feykilega stolt af því að fá tilnefningu annað árið í röð. Enn viljum við þakka aðstandendum okkar og vinum og öllum þeim sem vinna bak við tjöldin velvilja og góð störf!

Fjáröflun fyrir útgáfu DVD með fyrstu þáttaröð

Nú ætlum við hér í Árdal að fjármagna útgáfu DVD-disks með fyrstu þáttaröðinni af Hinu blómlega búi í gegnum Karolina Fund. Endilega kíkið á fjármögnunarsíðuna okkar, deilið henni og styrkið okkur.