Hleyptur rjómi

hleyptur-rjomi

Þetta er ævaforn aðferð til að varðveita mjólk og rjóma, sem barst til Bretlands frá Mið-Austurlöndum fyrir einhverjum 2000 árum. Þá var hrámjólk látin standa, síðan hituð í langan tíma við lágan hita og leitar rjóminn þá upp og þéttist á yfirborðinu. Þessi rjómi kallast á ensku „clotted cream“ eða hleyptur rjómi á íslensku. Rjóminn er mjög feitur (um 60%) og er mitt á milli þess að vera þeyttur rjómi og smjör. Hann er algjört lostæti og alveg nauðsynlegur með breskum skonsum!

Um 250 grömm af hleyptum rjóma

Innihald

500 millilítrar rjómi (36% feitur)

Leiðbeiningar

  1. Hellið rjómanum í eldfast mót þannig að hann nái 2-3 sentímetra upp hliðar mótsins. Þetta getur annað hvort verið eitt stór mót eða nokkur lítil. Setjið rjómann í 80°C heitan ofn og bakið hann í um hálfan sólarhring. Þá hefur hann þykknað töluvert og gul smjörfilma þekur yfirborð hans. Látið rjómann standa þar til hann hefur náð stofuhita og setjið hann síðan inn í kæliskáp þar til hann er kaldur í gegn. Hleyptur rjómi hefur skamman endingartíma og er best að njóta hans innan tveggja daga.