Jósefina Morell

Jósefína Morell hesta- og handverkskona kynntist Íslandi fyrst er hún las um það á móðurmáli sínu, sænsku, í bókinni Fákar, íslenski hesturinn í blíðu og stríðu eftir Sigurð A.  Magnússon.  Áhugi Jósefínu á íslenska hestinum dreif hana til Íslands árið 1998, fyrst í Skagafjörðinn en síðan Borgarfjörð.

Jósefína hefur áhuga á öllu handverki og málar myndir af hestum, hundum, fólki, bæjum og fjöllum. Jörðina Giljar keypti hún með manni sínum Einari Guðna Jónssyni árið 2006 og reka þau þar sauðfjárbú og hestaleigu. Þau bjóða upp á rólegar og þægilegar hestaferðir um nágrenni Gilja.