Pétur Jónsson og Svava Sjöfn Kristjánsdóttir

Pétur Jónsson byggingameistari og kona hans Svava Sjöfn Kristjánsdóttir á Hvanneyri eru eigendur Árdalsjarðarinnar. Pétur reynist Árna vel í búskaparbrölti hans og aðstoðar við jarðvinnslu og garðgerð, enda kann hann á allt sem kunna þarf á og telur ekki eftir sér liðsinni þegar þess er þörf.

Svava Sjöfn kemur frá Óslandi í Skagafirði og Pétur er frá Innri-Skeljabrekku í Andakíl. Saman ráku þau byggingafyrirtækið PJ byggingar ehf. í yfir 30 ár þar til fyrir nokkrum árum er synir þeirra keyptu fyrirtækið. Pétur starfar enn hjá fyrirtækinu en Svava hefur unnið í mörg ár hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, áður Bændaskólanum á Hvanneyri.