Sindri Gíslason

Sindri Gíslason er fæddur og uppalinn á Vöglum í Skagafirði.
Hann stundaði menntaskólanám við Menntaskólann á Akureyri. Þaðan lá leið hans í Háskóla Íslands þar sem hann lagði stund á matvælafræðinám.

Eftir útskrift úr HÍ fór hann vestur í Önundarfjörð og starfaði þar sem afleysingamaður hjá bændum næstu fjögur árin en hann starfaði í afleysingahringnum Önundi tréfæti. Á Vestfjörðum hóf hann egin búskap sem hann flutti svo á sínar heimaslóðir í Skagafirðinum.

Hvanneyringar nutu fyrst liðsinnis Sindra árið 2006 er hann flutti í bæinn og hóf störf við fjós Landbúnaðrskóla Íslands. Frá ársbyrjun 2010 hefur Sindri starfað hjá Grímshaga sem sér um búrekstur Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Samhliða vinnu þeirri nam Sindri búfræðinám við háskólann og útskrifaðist síðastliðið vor.