Sólbyrgi

Hjónin Einar Pálsson og Kristjana Jónsdóttir höfðu nær enga reynslu af garðyrkju þegar þau keyptu garðyrkjustöðina Sólbyrgi í Reykholtsdal árið 2008. Þá fluttu þau ásamt börnum sínum þremur frá Vestmanneyjum og er óhætt að segja viðbrigðin töluverð, úr sjávarbænum Vestmanneyjum í sveitina í Borgarfirði. Þá voru í Sólbyrgi eingöngu ræktaðar gulrætur.

Síðustu ár hafa þau nýtt til að betrumbæta aðstöðu og auka við þekkingu sína í ræktun. Nú er þeirra helsta framleiðsluvara Jarðarber ásamt agúrkum, tómötum, salati og kryddjurtum. Á síðastliðnum fimm árum hafa þau verið órög við að reyna alls kyns nýjungar sem sumar ekki gengið upp  en aðrar tekist afbragðs vel til. Allar þær tilraunir eru liður í að ná tökum á þeirri lifandi og gefandi grein sem garðyrkjan er. Það er sérlega gleðilegt að Kristjana og Einar hlutu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar nú í ár.

Nú hafa þau ásamt fleiri góðum Borgfirðingum opnað sveitamarkaðinn Ljómalind sem staðsettur er á Sólbakka í Borgarnesi, og menn ættu síst að láta framhjá sér fara.

Ljómalind

Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2013 – LBHÍ
Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2013 – mbl.is
Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2013 – visir.is