Þorkell Þórðarson

Þorkell Þórðarson er fæddur í Stapadal í Arnarfirði en sleit barnsskónum að Auðkúlu í sama firði. Hann bjó á Brjánslæk á Barðaströnd í fjögur ár en flutti síðar á Þingeyri í Dýrafirði og starfaði meðal annars við sjómennsku og í byggingarvinnu. Þorkell flutti árið 1997 á Hvanneyri í Andakíl og var fjármaður þar fyrir Bændaskólann, sem síðar varð að Landbúnaðarháskóla Íslands. Nú starfar hann við fjárbúið á Hesti, sem er eina tilraunabú landsins í sauðfjárrækt.