
Coq au vin
Coq au vin, eða hani í víni, er sögulegur franskur réttur og ekki að undra að enn sé hann eins vinsæll og raun ber vitni. Þetta er girnilegur sveitamatur þrunginn kjarngóðu bragði sem skemmtilegt er að elda og bera á borð á köldum haust- og vetrarkvöldum. Boeuf bourguignon er eldað á sama hátt, nema að hananum er skipt út fyrir nautakjöt, en báðir réttir eiga uppruna sinn að rekja til Búrgundarhéraðs í Frakklandi.