Barbecue sósa

bbq-sosa

Í Bandaríkjunum, sérstaklega í Suðurríkjunum, er mikil menning í kringum barbecue og er mörg svæði með sín sérkenni hvað varðar kjöt og kryddblöndur. Svo eru barbecue sósurnar æði fjölbreyttar en þær skiptast aðallega í þrjá flokka: sósur sem eru að grunninum til sinnep (algengar í Suður-Karólínu), svo þunnar ediksósur (finnast aðallega í austurhluta Norðu-Karólinu) og að lokum þær sem byggja á tómatsósu en þær eru langalgengastar og flestir tengja við barbecue. Þessi uppskrift hér er ættuð frá Kentucky.

Í um 500 grömm

Innihald

500 grömm tómatsósa
100 millilítrar eplaedik
50 grömm sykur
50 grömm melassi
100 millilítrar bourbon viskí
2 teskeiðar Worchestershire sósu
20 grömm kalt smjör
Salt

Leiðbeiningar

  1. Blandið öllu saman í pott og látið malla við miðlungslágan hita í um 15 mínútur. Hrærið oft í sósunni til að koma í veg fyrir að hún brenni við botninn. Takið pottinn af hellunni og hrærið köldu smjörinu saman við.  Bragðið sósuna til með salti og bourbon viskí. Setjið í sótthreinsaðar krukkur og geymið í kæli í allt að 6 mánuði.