Beðjubygg

Fyrir 4-6

bedjubyggBeðja lítur út dálítið eins og rabbabari en þó eru þessar tegundir ekkert skyldar heldur er beðja skyld rauðrófu. Bragði er eins og af spínati með örlitlum rauðrófukeim. Það er gaman að elda úr henni því hún er hún er bæði svo litrík og meinholl. Það er hægt að nota bæði stilkinn og blöðin.

Bygg er korntegund sem vex mjög vel á Íslandi og er stundum kallað hrísgrjón norðursins. Mér þykir gott að sjóða mér vænan skammt af byggi til að eiga inn í ísskáp. Byggið er próteinríkt og saðsamt og nýtist mjög vel í rétt eins og þennan, en einnig í súpur, grauta eða í stað hrísgrjóna sem meðlæti.

Innihald

4 bollar soðið bygg
1 matskeið smjör
1 stór laukur
1 kílógramm beðja
4 hvítlauksgeirar
Salt, eftir smekk
Pipar, eftir smekk
Safi úr ½ sítrónu
Hunang, eftir smekk

Leiðbeiningar

  1. Hitið byggið upp með dálitlu vatni.

  2. Flysjið laukinn, helmingið og sneiðið þunnt. Bræðið smjör á stórri pönnu á miðlungshita. Bætið lauknum út í og látið hann krauma í um 5 mínútur eða þar til hann er mjúkur og hálfgegnsær. Á meðan laukurinn kraumar, skerið beðjustilkana í tveggja sentímetra bita og sneiðið hvítlauksgeirana þunnt og bætið á pönnuna. Skerið beðjublöðin í þriggja sentímetra ræmur og eldið í skamma stund. Kryddið með salti og pipar, bætið við sítrónusafanum og örlitlu hunangi.

  3. Setjið um bolla af soðnu byggi á hvern disk og svo beðjuna ofan á.