Bygg- og kúmenrúgbrauð

Það er hægt að gera mismunandi útfærslur á brauðinu sem bakað var í þriðja þætti. Á bændamarkaðinum í Reykholti vorum við með heilhveitibrauð, byggbrauð og svo kúmenrúgbrauð.

Byggbrauð
Fylgið uppskriftinni að heilhveitibrauðinu en setjið 350 grömm af hveiti og 100 grömm af byggmjöli í staðinn fyrir hveitið og heilhveitið. Sleppið hunanginu.

Kúmenrúgbrauð
Fylgið uppskriftinni að heilhveitibrauðinu en setjið 250 grömm af hveiti og 200 grömm af rúgmjöli í staðinn fyrir hveitið og heilhveitið.  Sleppið hunanginu en bætið við 2 matskeiðum af kúmeni út í þurrefnin.