Saltkjötssúpa

Þessi uppskrift af kjötsúpu er úr Kvennafræðaranum eftir Elínu Eggertsdóttur Briem (síðar Elín Jónsson) frá árinu 1911.

Skonsurnar hennar Stínu

Ómissandi í kaffisölu Oddstaðaréttar eru skonsur Kvenfélags Lunddæla og á hverju ári bakar Stína á Lundi 30 stykki af þessu dásamlega bakkelsi.

Bjórgerð

Venjulega kaupir fólk bygg sem þegar er búið að malta, í bjórgerð. Við hér í Árdal vildum hins vegar ganga skrefinu lengra og reyna að malta bygg frá Ásgarði. Þetta er heilmikil vinna og erfitt að gera þetta vísindalega í heimaeldhúsi en gaman þó að prófa og sjá hvernig ferlið er.

Glóðarsteikt bleikja

Heill og fylltur glóðarsteiktur fiskur lítur ekki bara vel út heldur bragðast einnig undursamlega því holdið dregur í sig bragð frá beinunum og úr ilmandi fyllingunni. Það er tilvalið að bera fiskinn fram með ofnsteiktum kartöflum, fersku salati og súrupestói.

Sveppir og fennika á ristuðu brauði

Skógurinn er ekki bara gefandi fyrir andann heldur leynast víða á skógarbotnum mikil verðmæti, nefnilega sveppir af öllum stærðum og gerðum. Áður en það er farið í sveppamó er mikilvægt að kynna sér hvaða sveppir eru ætir og nauðsynlegt að vera með nýjar áreiðanlegar upplýsingar. Flóran getur breyst milli ára, alltaf bætast við nýjar tegundir og sumir sveppir geta verið mjög eitraðir. Það er einn sérstakur sveppur sem margir eru á höttunum eftir en það er kóngssveppurinn. Hann er brúnn að lit, með gildvöxnum staf og er einn albesti ætisveppur sem finnst hér á landi og þó víðar væri leitað.

Súrupestó

Flestir kannast við hið klassíska pestó sem kennt er við Genóa þar sem basil, furuhnetum, hvítlauk, salti, parmesanosti og jómfrúarolíu er maukað saman í dýrindis sósu. Það er hins vegar hægt að leika sér með innihaldsefnin og gera ýmsar skemmtilegar tegundir af pestó, þar á meðal úr hundasúrum. Í staðinn fyrir furuhnetur set ég kasjúhnetur og einnig bæti ég við smá límónuberki til að ýta undir súrubragðið.

Grillaðar pitsur

Allra bestu pitsur sem ég fæ kallast Verace Pizza Napoletana og eiga rætur sínar að rekja til Napólí á Ítalíu. Þetta eru þunnbotna pitsur, með litlu áleggi, sem eru eldaðar við mjög háan hita í stuttan tíma. Til eru alheimssamtök um þessa tegund af pitsu og gilda mjög strangar reglur um hvernig þær eru gerðar og bakaðar. Pitsuofninn á til dæmis að vera hátt í 500°C heitur og pitsurnar eiga að bakast á innan við 90 sekúndum. Heimaofnar eru langt frá því að ná þessum ofsahita en með því að grilla pitsurnar er hægt að ná fram svipuðum einkennum. Grillaðar pitsur bakast á einungis 5 mínútum og er því gott að hafa öll tól, tæki og álegg tilbúin áður en hafist er handa.

Rifsberjahlaup með myntu

Pektín er náttúrulegt hleypiefni sem fyrirfinnst í ávöxtum og berjum. Rifsber eru einstaklega pektínrík og þá sérstaklega óþroskuðu berin. En það eru ekki eingöngu berin sem eru pektínrík heldur einnig stilkarnir og því er þeir alltaf soðnir með. Rifsber eru einnig nokkuð súr en sýran hjálpar til við að losa um pektínið þegar berin eru soðin og maukuð. Rifsber henta því fullkomlega í hlaup og ekkert viðbætt pektín er nauðsynlegt.

Beðjubygg

Beðja lítur út dálítið eins og rabbabari en þó eru þessar tegundir ekkert skyldar heldur er beðja skyld rauðrófu. Bragði er eins og af spínati með örlitlum rauðrófukeim. Það er gaman að elda úr henni því hún er hún er bæði svo litrík og meinholl. Það er hægt að nota bæði stilkinn og blöðin.

Rauðlaukssulta

Eitt kílógramm af sneiddum lauk getur virkað of mikið en rúmmál lauksins mun minnka til muna. Það er mikilvægt að flýta sér hægt og elda laukinn við vægan hita í langan tíma því þannig karamellast laukurinn best. Markmiðið er ekki að brúna laukinn heldur draga fram sætleikann í honum.