Skyr

Helga Sigurðardóttur segir í bók sinni Matur og drykkur að það sé erfitt að gera skyr úr minna en 10 lítrum af undanrennu og helst ætti að gera úr 20-30 lítrum. Í þessari uppskrift geri ég þó skyr úr 4 lítrum af undanrennu og gerir það um 850 grömm af óhrærðu skyri.

Kindaragú

Ragú, kalla Ítalir kjötsósur sem bornar eru fram með pasta. Þessi tiltekna sósa er kölluð Ragú bianco eða hvít kjötsósa. Síðasta haust áttum við í Árdal nokkuð magn af kindahakki og mysu eftir skyrgerð sem við ákáðum að skipta út fyrir nautahakkið og hvítvínið sem vanalega er í uppskriftinni. Úr varð þetta æðislega kindaragú sem við í Árdal fáum ekki nóg af.