Laufabrauð

Laufabrauð er alveg séríslenskt fyrirbæri sem fyrirfinnst ekki annars staðar í heiminum. Það sem er sérstakt við það, er hversu næfurþunnt það er. Ástæðan fyrir því eflaust sú að á öldum áður var mjöl af skornum skammti og til að allir gætu fengið brauð að bíta í á jólunum þá var deigið flatt út eins þunnt og mögulegt er.

Veiðiloka

Á veiðum er best að hafa eitthvað einfalt og saðsamt í nesti, helst eitthvað sem hægt er að borða með höndunum. Þess vegna eru samlokur alveg tilvaldar. Þessi veiðiloka er fyllt með nautasteik og duxelles, sem er ilmandi blanda af sveppum og skalottlauk. Rifin piparrót og Dijon-sinnep fara síðan einstaklega vel með nautakjötinu. Öllu er síðan pakkað í heimabakað brauð sem búið er að hola að innan og samlokan síðan fergð í nokkra klukkutíma til að þétta hana. Þetta er fullkomin samloka í bakpokann.

Lagkakan hans Jóa

Þessi lagkaka er ómissandi partur af jólahaldi fjölskyldunnar á Heggstöðum. Negull og gullið síróp ljá botnunum bragð en þeir eru lagðir saman með örþunnu lagi af heimlagaðri rabarbarasultu og smjörkremi. Hún geymist vel í frysti og því auðvelt að bera hana fram með stuttum fyrirvara um hátíðirnar.

Súrkál

Til að súrsa grænmeti þá mætti halda að það þyrfti að bæta við einhvers konar sýru, til dæmis ediki eða skyrmysu, en svo er ekki. Með því að láta grænmeti gerjast í mildum saltpækli þá byrja mjólkursýrugerlar að nærast á sykrum grænmetisins og búa til mjólkursýru. Við það lækkar sýrustig vökvans, hann verður súrari, sem kemur í veg fyrir að óæskilegar örverur nái fótfestu og skemmi grænmetið. Ekki er gerjun bara góð leið til að auka geymsluþol þess heldur eykur hún næringargildi grænmetisins og svo eru mjólkursýrugerlarnir góðir fyrir meltinguna.

Gouda ostur

Gouda á uppruna sinn að rekja til samnefnds bæjar í Hollandi. Í rauninni er Gouda ekki tegund af osti heldur aðferð við að búa til ost því bragðið og áferðin á honum breytist eftir því hversu lengi hann hefur fengið að þroskast. Hér á landi er ársgamall Gouda mjög mjúkur en í Hollandi er hann harður, bragðsterkur og sætur, eiginlega algjört sælgæti.

Stollen

Stollen krydduð kaka (eða brauð) sem stútfull er af gómsætum þurrkuðum ávöxtum og möndlum og á ættir að rekja til Þýskalands. Það eru til mismunandi uppskriftir að stollen og eru sumar nær því að vera kaka en aðrar nær því að vera brauð. Þessi uppskrift lendir einhvers staðar þar á milli. Vegna þess hver rík húner af þurrkuðum ávöxtum, smjöri og sykri þá geymist hún mjög vel og er gott að hafa hana til taks um hátíðarnar.