Glóðarsteikt bleikja

Handa 2

bleikja2Heill og fylltur glóðarsteiktur fiskur lítur ekki bara vel út heldur bragðast einnig undursamlega því holdið dregur í sig bragð frá beinunum og úr ilmandi fyllingunni. Það er tilvalið að bera fiskinn fram með ofnsteiktum kartöflum, fersku salati og súrupestói.

Innihald

Glóðarsteikt bleikja
1 meðalstór bleikja, slægð og hreinsuð
Ólífuolía
Sjávarsalt
Nýmalaður pipar
1 sítróna
1 búnt fáfnisgras/tarragon
100 grömm smjör, skorið í fjóra stóra bita

Pommes rissolées (ofnsteiktar kartöflur)
200 grömm nýjar kartöflur, með hýði
1 matskeið ólífuolía
1 teskeið smjör
Ferskt rósmarín, fínsaxað
Salt
Nýmalaður pipar

Leiðbeiningar

Bleikja

  1. Hitið grillið í ofninum.

  2. Skerið djúpar rákir í eina hlið fisksins með 3-5 sentímetra millibili. Berið olíu á hann allan og kryddið vel með salti og pipar. Verið viss um að nudda kryddinu inn í rákirnar. Fyllið kviðarhol fisksins með sítrónum, tarragoni og smjöri. Setjið hann, með rákirnar upp, á grind og stingið undir glóandi grillið.

  3. Þegar roðið er orðið dökkt og byrjað að bólgna út á nokkrum stöðum, slökkvið þá á ofninum og eldið fiskinn í gegn.

Pommes rissolées

  1. Setjið kartöflurnar í pott með köldu vatni þannig að það fljóti yfir þær og hitið á háum hita. Þegar vatnið hefur náð suðu, hellið þá vatninu af og leyfið kartöflunum að þorna algjörlega.

  2. Hitið olíu á stórri og vel heitri pönnu. Steikið kartöflurnar yfir háum hita þar til þær eru gullinbrúnar og verið viss um að hrista pönnuna oft til að koma í veg fyrir að þær brenni.

  3. Forhitið ofninn í 200°C. Setjið kartölfurnar í eldfast mót ásamt smjöri og rósmarín og bakið kartöflurnar þar til þær eru meyrar í gegn. Saltið og piprið.