Grillaðar kálfakótilettur

kalfakotilettur

Kálfakjöt er unaðslega meyrt og er bragðið mjög fínlegt. Best er það þegar miðjan létt- eða meðalsteikt (kjarnhitastig um 60°C) og miðjan er bleik að lit. Lítið steikt er það frekar óaðlaðandi og mikið steikt er það allt of þurrt. Það er því mikilvægt að fylgjast vel með hitastiginu á kótilettunum og fjárfesta í góðum kjöthitamæli.

Fyrir 6

Innihald

Gremolata sósa
10 grömm steinselja, fínsöxuð
Börkur af heilli sítrónu (eingöngu ysti guli hlutinn), raspaður af
Safi úr hálfri sítrónu
1 hvítlauksgeiri, maukaður
5 matskeiðar jómfrúarolía
Salt og nýmalaður svartur pipar, eftir smekk

Kálfakótilettur
6 kálfakótilettur, 3 sentímetra þykkar
Ólífuolía
Salt

Leiðbeiningar

  1. Gremolata sósa: Blandið saman steinselju, sítrónuberki, sítrónusafa og hvítlauk í lítilli skál. Hellið jómfrúarolíunni í skálina í mjórri bunu og þeytið allan tímann. Bragðið til með salti og pipar.
  2. Kálfakótilettur: Kveikið varðeld með 10-15 vænum lurkum og brennið þá þar til þeir eru vel gráir. Færið þá í grillið og komið þeim stærstu fyrir í öðrum helmingi grillsins og þeim minni í hinum helmingnum. Setjið grindina yfir kolin og leyfið henni að hitna í um 5 mínútur. Skrúbbið grillgrindina með grillbursta og berið olíu á hana með eldhúspappír og löngum töngum.
  3. Berið olíu á kálfakótiletturnar, saltið ríflega og grillið þær yfir heitari hluta grillsins í tvær mínútur á hvorri hlið. Færið þær yfir á svalari hluta grillsins og eldið þær í um 10 mínútur til viðbótar eða þar til kjarnhitastig þess er um 55°C (hitinn mun hækka um 5°C þegar kjötið hvílir). Leyfið kótilettunum að hvíla í um 5 mínútur áður en þær eru bornar fram. Berið fram með gremolata sósunni.