Jólaglögg

jolaglogg
Á köldum vetrarkvöldum þegar kuldabolinn bítur fast í kinnarnar er afskaplega notalegt að ylja sér með heitu krydduðu víni eða glöggi. Það er látið malla í klukkutíma til að elda hráa bragðið úr víninu og svo það fái nægan tíma til að draga í sig ilm- og bragðríku innihaldsefnin. Ekki láta glöggið sjóða því þá getur það orðið rammt.

Vínandi byrjar að gufa upp við 78°C þannig að eftir klukkutíma í pottinum á vægum hita er meirihluti hans gufaður upp. Til að bæta upp fyrir það er hægt að hræra  2-4 matskeiðum af góðum vodka út í pottinn þegar glöggið er tilbúið.

Fyrir 8-10

Innihald

1 appelsína
10 sentímetrar af kanilstöngum
10 negulnaglar
5 heilar kardimommur, brotnar
2 flöskur af góðu rauðvín, þó ekki mjög dýrum
100 grömm sykur
Börkur af einni appelsínu, hvíti hlutinn fjarlægður eins mikið og mögulegt er
og appelsínan skorin í bita
5 sentímetrar af fersku engiferi, skorið í þykkar sneiðar
Handfylli af blöndu af rúsínum, gullrúsínum og trönuberjum
Handfylli af möndluflögum

Leiðbeiningar

Ristið kanilstangir, negulnagla og kardimommur í potti á miðlungsháum hita í 2 mínútur eða þar til kryddið byrjar að anga. Bætið rauðvíninu út í ásamt sykri, appelsínuberki og engiferi. Látið malla við vægan hita í um klukkutíma og látið alls ekki sjóða því þá getur glöggið orðið rammt.  Bætið að lokum rúsínublöndunni, möndluflögum og appelsínubitum út í og leyfið öllu að draga í sig rauðvínið í um 10 mínútur.