Lambahálfmánar

Í 130 stykki

halfmanarÍ fyllinguna nýtti ég  það grænmeti úr garðinum mínum sem stóð mér til boða. Það er eiginlega hægt að nota hvaða rótargrænmeti sem er. Þessi fylling er ekki aðeins góð í hálfmána heldur einnig ofan á ristað brauð með ferskri myntu eða á góðu brauði með bráðnum osti.

Í stað þess að baka hálfmánana þegar búið er að fylla þá er tilvalið að sáldra á þá smá hveiti og frysta á ofnplötu. Þegar þeir eru frosnir í gegn eru þeir settir í loftþétt ílát. Þá er komið ljúffengt snarl sem auðvelt er að grípa í. Frosnir hálfmánar er bakaðir alveg eins og þeir fersku.

Innihald

Deig
650 grömm hveiti
2 teskeiðar salt
4 matskeiðar ólífuolía
500 millilítrar sjóðandi vatn

Fylling
800 grömm lambakjöt (bógur eða læri), skorið í litla bita.
60 grömm smjör (4 matskeiðar)
1 stór laukur, saxaður smátt
1 lítil steinseljurót, skorin í litla bita
1 lítið fennel, saxað smátt
1 stór gulrót, skorin í litla bita
2 stórar kartöflur, skornar í litla bita
1 lúka (um 10 grömm) myntulauf, skorin í strimla
250 millilítrar heimagerður lambakraftur

Leiðbeiningar

Deig
Blandið öllum þurrefnunum saman í stórri skál og bætið því næst olíunni og sjóðandi vatninu. Hrærið þar til deigið er slétt og fellt.

Fylling

  1. Brúnið lambakjötið í skömmtum á stórri og vel heitri pönnu. Setjið til hliðar.

  2. Setjið smjör á pönnuna og notið það til að leysa upp og skafa skófirnar af botninum. Ef skófirnar hafa brunnið skiptið þá um pönnu. Bætið grænmetinu á pönnuna og brúnið lítillega. Bætið við vatni af og til ef skófirnar virðast dökkna of mikið. Setjið lok á og steikið grænmetið þar til það er næstum því eldað í gegn. Hrærið í af og til.

  1. Bætið þá kjötinu aftur á pönnuna ásamt myntunni og heimagerða lambakraftinum og hitið í skamma stund. Takið af pönnunni og setjið í skál. Gott er að láta fyllinguna kólna áður en hún er sett í hálfmánana.

Hálfmánar

  1. Hitið ofninn í 180°C. Skiptið deiginu í sex hluta og vinnið með einn deighluta í einu. Fletjið deigið þunnt út, um það bil 3 millimetra á þykkt og stingið út hringi sem eru 8 sentímetrar í þvermál.

  2. Setjið um matskeið af fyllingu á hvern hring og berið eggjahvítu á jaðarinn. Brjótið hringinn saman og þrýstið samskeytunum saman með gaffli. Setjið hálfmánana á ofnplötu með smjörpappír og bakið í um 30 mínútur. Haldið áfram með næsta deighluta á meðan hálfmánarnir bakast.