Rauðlaukssulta

Í tvær miðlungsstórar krukkur

raudlaukssulturEitt kílógramm af sneiddum lauk getur virkað of mikið en rúmmál lauksins mun minnka til muna. Það er mikilvægt að flýta sér hægt og elda laukinn við vægan hita í langan tíma því þannig karamellast laukurinn best. Markmiðið er ekki að brúna laukinn heldur draga fram sætleikann í honum. Það er hægt að bæta við kanilstöng og rifnum appelsínuberki á meðan sultan mallar og útbúa þannig til hátíðarútgáfu af henni. Rauðlaukssulta fer vel með nautakjöti og ostum og er fullkomin ofan á pitsur og hamborgara. Sultan er mjög góð um leið og hún kemur af hellunni en hún nær nýjum hæðum ef hún fær að þroskast í um mánuð.

Innihald

2 matskeiðar ólífuolía
1 kílógramm rauðlaukur, helmingaðir og sneiddir í 5 millímetra sneiðar
Salt, eftir smekk
Nýmalaður pipar, eftir smekk
150 millilítrar rauðvín
50 millilítrar balsamedik
50 millilítrar rauðvínsedik
100 grömm dökkur púðursykur

Leiðbeiningar

  1. Hitið olíu í stórum potti á miðlungslágum hita. Bætið lauknum við og kryddið með salti og pipar. Látið hann malla í 30 mínútur eða þangað til hann er orðinn mjúkur og hálfgegnsær og hrærið í af og til svo laukurinn festist ekki við botninn á pottinum og brenni.

  2. Hrærið rauðvíninu, balsamedikinu, rauðvínsedikinu og púðursykrinum saman við laukinn og hækkið í hæsta hita. Þegar vökvinn hefur náð suðu lækkið undir pottinum í lægsta mögulega hita og látið malla í 30-45 mínútur eða þar til mestur vökvinn hefur gufað upp.

  1. Smakkið sultuna til með salti og pipar. Ef geyma á sultuna til lengri tíma eru hún sett í sótthreinsaðar sultukrukkur með loki sem þolir edik.