Saltkjötssúpa

Handa 6

saltkjotssupaÞessi uppskrift af kjötsúpu er úr Kvennafræðaranum eftir Elínu Eggertsdóttur Briem (síðar Elín Jónsson) frá árinu 1911.

Innihald

4 pund kjöt
6 pottar vatn
60 kvint grjónamjöl

eða

2 kílógrömm kjöt
6 lítrar vatn
300 grömm grjónamjöl

Leiðbeiningar

  1. Kjötið er afvatnað, þegar þess er þörf, og þvegið úr tvennum heitum vötnum. Þegar vatnið sýður í pottinum, er kjötið ásamt mjölinu látið út í og soðið, þangað til það er orðið meyrt. Í saltkjötssúpu má einnig hafa rófur og kál eins og í öðrum kjötsúpum. Ef kjötið er svo salt, að súpan verði of sölt, má hafa súpuna meiri eða sjóða nokkuð af kjötinu sér. Jafnóðum sem soðið er skal fleyta flot og froðu ofan af súpunni. Kjötið er borðað með súpunni.