Skonsurnar hennar Stínu

Í 6-10 stykki

skonsurÓmissandi í kaffisölu Oddstaðaréttar eru skonsur Kvenfélags Lunddæla og á hverju ári bakar Stína á Lundi 30 stykki af þessu dásamlega bakkelsi.

Innihald

3 bollar (um 400 grömm) hveiti
2 matskeiðar sykur (má sleppa)
1 matskeið lyftiduft
1 teskeið matarsódi
2 egg
400-500 millilítrar mjólk eða súrmjólk
2 msk smjörlíki

Leiðbeiningar

Hrærið öllum þurrefnunum saman í hrærivélaskál og bætið við eggjum og súrmjólk. Hrærið fyrst hægt en svo á meðalhraða þar til deigið er kekkjalaust. Steikið skonsurnar á meðalhita þar til gullinbrúnar á annarri hliðinni, snúið þeim við og steikið í skamma stund á hinni hliðinni eða þar til þær eru fullbakaðar.