Smurbrauð með nýtíndum fíkjum

heimagerðum ricotta, hunangi og íslensku sjávarsalti.

Fyrir 4

fikjubraudÞað er ótrúlegt hvað hægt er að rækta á Íslandi og það virðast ekki vera nein takmörk fyrir því. Að Rauðsgili í Hálsasveit er búið til hunang, í Ásgarði í Reykholtsdal er ræktað hveiti, rúgur, hafrar og bygg og á Jaðri í Bæjarsveit má meðal annars finna fíkjur, vínber, maís, grasker og belgpipar. Allir þessir staðir eru innan við hálftíma frá hver öðrum.

Þetta einfalda smurbrauð sýnir íslenskt hráefni í sinni fjörbreyttustu mynd.

Innihald

4 stórar brauðsneiðar af heimagerðu heilhveitibrauði
Ricotta
4 stórar og ferskar fíkjur, skornar í þykkar sneiðar
Hunang
Sjávarsalt

Leiðbeiningar

Smyrjið brauðsneiðarnar með þykku lagi af ricotta, leggið fíkjurnar ofan á, dreifið hunangi og stráið sjávarsaltinu yfir.