Þáttur 3 – Gnægtarlandið

Árdalsærnar fara á fjall með fénu af Hesti. Árni tekur þátt í rekstrinum með Hestsmönnum.

Árni fer að Rauðsgili í Hálsasveit, heimsækir hunangsbændurna Snorra, Heklu og Hraundísi og kynnist býflugnarækt. Þar fær hann dásamlegt hunang sem iðnar býflugurnar hafa safnað úr lyngi og blómum fjallsins.

Kýrin Ljómalind kemur í Árdal ásamt tveimur kálfum. Logi Sigurðsson og Sindri Gíslason spjalla við hann um kýr og kenna honum að mjólka. Árni býr til ricottaost úr ferskri mjólkinni.

Árni fer í Ásgarð í Reykholtsdal og kynnir sér kornrækt hjá Magnúsi Eggertssyni bónda, þar fær hann bygg, rúg og heilhveiti. Heima í Árdal bakar hann heilhveitibrauð úr Ársgarðskorninu með hunangi frá Rauðsgili.

Að lokum fer hann að Jaðri í Bæjarsveit og hittir heimasætuna Stellu Eiríksdóttur sem sýnir honum fjölbreytta ræktun sem hún stundar, meðal annars kúrbít, maís, belgpipar, eggaldin, vínber og fíkjur. Í lok þáttarins borða þau saman nýbakaða brauðið með heimagerða ricottaostinum og fíkjum beint af trénu, salti frá Saltverki og ilmandi hunangi frá Rauðsgili.