Þáttur 6 – Haustar að á heiðum

Haustið er mikill annatími fyrir bændur.

Óvæntur glaðningur bíður Árna eitt sinn er hann kemur heim úr bæjarferð.  Hann ákveður að gera úr honum ómótstæðilega norræna krás sem kemur sér vel síðar þegar hann heimsækir formann kvenfélags Lunddæla.

Fé Flókdæla, Reykdæla og Hálssveitunga er á Arnarvatnsheiði yfir sumarið, á haustin fara bændur í leitir á heiðinni og eru þar nokkra daga í senn. Árni fer og hittir gangnamenn í Álftakróki. Hann bakar bláberjaköku við nokkuð framandi aðstæður og hjálpar Kötu matselju að laga saltkjöt og baunaspúu. Heiðarleiðangurinn endar í Fljótstungurétt, þar sem Árni lærir að draga í dilka.

Þegar heim kemur fer hann að undirbúa göngur og réttir í sinni sveit. Hann lagar soð fyrir fyllta lambahálfmána sem verða á boðstólnum í réttakaffinu í Oddstaðarétt. Því næst fer hann til Kristínar Gunnarsdóttur (Stínu á Lundi), með fyllinguna og deigið og setur það saman meðan Stína bakar skonsur. Árni býður uppá óvænta glaðninginn, og þau skrafa um sveitalífið og tilveruna.

Loksins er komið að því að Árni fer í göngur með bændunum úr Andakíl, Skorradal, Lundareykjadal og Bæjarsveit. Oddstaðarétt er haldin daginn eftir að safnið kemur niður af afréttinni og þá er bara að vita og vona að Árdalsærnar og lömbin skili sér heim.