Þáttur 7 – Uppskeran

Árni hugar að uppskerunni í garðinum sínum, hann á von á góðum gestum og eldar fyrir þá mikla uppskerusúpu. Árni og Þuríður á Þorgautsstöðum koma og taka út garðinn og snæða svo súpuna með Árna.

Þrátt fyrir vandræðaganginn um vorið er Árni ekki tilbúinn að gefast upp á sauðamjöltum. Hann fær Þóru Kópsdóttur sér til aðstoðar og þau ræða um sauðamjólk og ýmislegt sem lýtur að sauðanytjum.

Það byrjar að frysta vel í Árdal og Árni fer að huga að því að taka upp allt grænmetið. Hann uppsker ríkulega af alls konar káli, rófum, laukum og kartöflum. Úr rauðrófum gerir hann einn af sínum uppáhaldsréttum, rauðrófusteik.

Árni vill nýta ullina af ánum sínum og ætlar sér að rýja þær sjálfur. Hann hefur rúningsmeistarann Guðmund Hallgrímsson sér til halds og trausts, sem sýnir honum réttu handtökin.